Afhending

Þegar vara er pöntuð á netinu er hægt að velja á milli þess að fá pöntunina senda heim, sækja hana í póstbox eða sækja hana í verslun Icewear.

Pöntun sótt í verslun

Ef valið er að sækja pöntun í verslun er hægt að velja um nokkrar staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Afhendingartími pantanna er yfirleitt 2-4 virkir dagar* og er geymd að hámarki í tvær vikur. Icewear sendir staðfestingarpóst þegar hægt er að sækja pöntunina.

Pöntun send með Póstinum eða Dropp

Ef valið er að fá pöntun senda heim innanlands er boðið upp á sendingu með Íslandspósti eða Dropp. Afhendingartími pantanna er yfirleitt 2-4 virkir dagar*. Sama gildir þegar valið er að sækja pöntun í póstbox eða á afhendingarstaði Dropp.

Við gerum okkar besta við að taka saman pantanir innan við sólarhring eftir að þær berast. Ef pantað er eftir hádegi á föstudegi er sú pöntun tekin saman næsta virka dag.

*Afhendingartími getur lengst yfir álagstímabil og hátíðir.

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður er reiknast í greiðsluferli.